Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ráðherrabílaflota skipt út fyrir metanbíla?
Mánudagur 15. nóvember 2010 kl. 14:32

Ráðherrabílaflota skipt út fyrir metanbíla?

Floti ráðherrabíla var utan við Víkingaheima í Reykjanesbæ í síðustu viku þegar ríkisstjórnin fundaði með bæjarstjórum á Suðurnesjum og hélt sinn vikulega ríkisstjórnarfund. Ráðherrabílaflotinn vekur ávallt athygli hvar sem hann kemur en í flotanum eru bílar eins og BMW, Benz, Lexus, Volvo, Toyota og LandRover, svo eitthvað sé nefnt.

Með því að skipta þessum myndarlega bílaflota út fyrir t.a.m. metanbíla mætti spara mikinn gjaldeyri og stjórnvöld myndu sýna gott fordæmi í að nýta innlenda orkugjafa og hvetja aðra til þess að fara sömu leið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslenskt bílaumboð hefur boðið stjórnvöldum að skipta út ráðherrabílaflotanum og í staðinn myndu ráðherrar ríkisstjórnarinnar fá metanbíla til umráða. Boltinn mun vera hjá stjórnvöldum.

Víkurfréttamynd: Páll Ketilsson