Ráðherra útilokar innanlandsflug í Keflavík
„Það kemur ekki til greina í mínum huga að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur“
Jón Gunnarsson nýr samgöngumálaráðherra segir að það komi ekki til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur að svo stöddu. Rætt var við Jón í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar sagðist Jón ekki útiloka að flugvöllurinn geti farið úr Vatnsmýri en telur ekki koma til greina að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur.
„Það kemur ekki til greina í mínum huga að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Það er mín afstaða,“ sagði ráðherra í viðtalinu.
Hlusta má á viðtalið hér á vef RÚV.