Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðherra undirritaði samaning í Þekkingasetri Suðurnesja
Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar Rannsóknasetra HÍ, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, og Katrín Ingólfsdóttir, rektur Háskóla Íslands. VF-Myndir/JJK
Fimmtudagur 21. mars 2013 kl. 18:25

Ráðherra undirritaði samaning í Þekkingasetri Suðurnesja

- „Rannsóknasetrin skipta miklu máli fyrir háskólann og byggðarlögin“

Í dag fór fram ársfundur allra Rannsóknasetra við Háskóla Íslands og fór fundurinn fram í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. Alls voru um 50 manns sem tóku þátt í ársfundinum en alls eru átta starfandi rannsóknarsetur víða um land.

Mörg áhugaverð erindi voru flutt í dag, meðal annars erindi Óskars Sindra Gíslasonar, doktorsnema og starfsmanns Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum um landnám grjótkrabba við Ísland. Sigrún Atladóttir, bæjarstjóri Sandgerðis, var fundarstjóri.


Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar Rannsóknasetra HÍ, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, og Katrín Ingólfsdóttir, rektur Háskóla Íslands. VF-Myndir/JJK

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Katrín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar Rannsóknasetra HÍ, undirrituðu svo nýjan samning um Rannsóknasetur HÍ.

„Ef það er eitthvað sem ég hef lært á síðastliðnum fjórum árum sem ráðherra þá er það hvað þessi rannsóknasetur skipta miklu máli, bæði fyrir háskólann og byggðarlögin þar sem þessi setur starfa. Þetta er stórkostleg tækifæri til að efla háskólastarf um land allt. Það er með mikill gleði sem ég skrifa undir þennan samaning og ekki leiðinlegt að gera það hér í Sandgerði,“ sagði Katrín við undirskrift samningsins í dag í Þekkingarsetri Suðurnesja.

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004. Rannsóknir setursins tengjast einkum lífríki sjávar og fuglum, með megináherslu á áhrif megandi efna á sjávarlífverur. Verkefni og námsekið í tegnslum við setrið eru fjölbreytt, og hafa innlendir jafnt sem erlendir vísindamenn og nemendur nýtt sér aðstöðuna í Sandgerði.


Óskar Sindri Gíslasonar, doktorsnemi og starfsmaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum, hélt erindi um landnám grjótkrabba við Ísland.