Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðherra segir Reykjanesbæ ekki geta tekið við HSS vegna fjárhagsstöðu bæjarins
Fimmtudagur 4. febrúar 2010 kl. 08:33

Ráðherra segir Reykjanesbæ ekki geta tekið við HSS vegna fjárhagsstöðu bæjarins


Heilbrigðisráðherra er ósammála fullyrðingum Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, sem telur fullkomnlega raunhæft að bæjarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fundaði á þriðjudaginn. Þar kom fram vilji bæjaryfirvalda til að taka við rekstri HSS. Árni segir í samtali við Fréttablaðið að málið snúist um að gera samning við ríkið og láta fjárframlag þess nýtast betur í höndum heimamanna en það myndi gera í gegnum ráðuneytið „tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu.“

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, setur hins vegar spurningamerki við það hvort  sveitarfélagið sé fjárhagslega í stakk búið til að sinna þessari þjónustu.
„Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður," segir Álfheiður í samtali við Fréttablaðið.

Sjá nánar á visi.is hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024