Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðherra íhugi tafarlausa afsögn
Fimmtudagur 8. september 2011 kl. 17:46

Ráðherra íhugi tafarlausa afsögn

„Það eru alvarlegri tíðindi en orð fá lýst að háttvirtur fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hafi beitt sér bak við tjöldin til að tryggja að ekkert yrði af uppbyggingu álvers í Helguvík. Slík atlaga að atvinnumálum á Suðurnesjum er afar ógeðfelld og með öllu ólíðandi,“ segir í yfirlýsingu sem Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hefur sent frá sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gunnar segir einnig: „Málið er enn alvarlegra fyrir þær sakir að fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð á fjárfestingarsamningi ríkisstjórnarinnar og Norðuráls, þar sem því er heitið að veita verkefninu fullan stuðning. Í ljósi þessa hlýtur ráðherra að íhuga tafarlausa afsögn“.