Ráðherra heimsækir flugvallarslökkviliðið
Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, heimsótti Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli eftir hádegið í dag. Hún skrifaði í minningarbók um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september í fyrra. Bókin er varðveitt í kapellu slökkviliðsins, sem hefur verið gerð upp og staðsett er við slökkvistöðina á Vellinum. Kapellan hefur þjónað Varnarliðinu í um hálfa öld, fyrst á Stokksnesi, síðar í Rockville og nú er hún bænahús slökkviliðsmanna og kvenna á Vellinum.Á meðfylgjandi mynd heilsar hún upp á Helgu Stefánsdóttur slökkviliðskonu úr Njarðvík en með þeim á myndinni er einnig Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri og Kristján Pálsson alþingismaður.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Nánar um Suðurnesjaheimsókn ráðherra síðar í dag, en Sólveig mun meðal annars heimsækja Sýslumanninn í Keflavík og Útskála í Garði.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Nánar um Suðurnesjaheimsókn ráðherra síðar í dag, en Sólveig mun meðal annars heimsækja Sýslumanninn í Keflavík og Útskála í Garði.