Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðherra ferðamála opnar ráðstefnu um umhverfisvæna ferðaþjónustu
Þriðjudagur 8. október 2002 kl. 11:00

Ráðherra ferðamála opnar ráðstefnu um umhverfisvæna ferðaþjónustu

Innan ferðaþjónustunnar er rætt um að bæta þurfi ímynd Suðurnesja. Hægt er að fara ýmsar leiðir en ljóst er að engin leið dugar ein og sér, heldur eru það margar aðferðir sem þurfa að vinna saman, til að ná því markmiði að bæta ímyndina. Eitt tækifæri Suðurnesja liggur í umhverfisvænni ferðamennsku. Erlendir ferðamenn eru sífellt að verða meðvitaðri um umhverfismál og sækja í auknu mæli í þau fyrirtæki og staði sem stunda umhverfisvæna ferðaþjónustu. Fyrirtæki innan ferðaþjónustu geta skapað sér orðstír fyrir að vera umhverfisvæn og það sama á við um sveitarfélög.Þannig er með tímanum hægt að fjölga ferðamönnum sem dvelja á Suðurnesjum. Til að skoða hvaða möguleikar standa fyrirtækjum og sveitarfélögum til boða munu Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar standa fyrir ráðstefnu um umhverfisvæna ferðaþjónustu á Hótel Keflavík þann 16. október kl. 14:00. Fjallað verður um umhverfisvæna ferðaþjónustu og hvert sé hlutverk sveitastjórna og fyrirtækja. Hvað sé hægt að gera til þess að gera fyrirtæki umhverfisvænni og hver áviningurinn af því kann að vera. Umhverfismerkin Svanurinn, Green Globe og Blá fáninn verða kynnt og fjallað verður um stöðu umhverfismála á Suðurnesjum.

Sturla Böðvarsson, Samgöngumálaráðherra, mun setja fundinn og fundarstjóri verður Steinþór Jónsson, hótelstjóri. Fundargestum gefst tækifæri til að beina fyrirspurnum til frummælenda í lok hvers erindis.

Ráðstefnan er öllum opinn en sveitarstjórnarmenn og aðilar í ferðaþjónustu eru sérstaklega hvattir til að mæta. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvuskeyti á [email protected] eða í síma 421-7500.

DAGSKRÁ:

14:00 – 14:10 Sturla Böðvarsson, samgöngumálaráðherra Flytur ávarp og setur ráðstefnuna
14:10 – 14:30 Jóhanna B. Magnúsdóttir, umhverfisfulltrúiStaðardagskrá 21 og umhverfisvæn ferðamennska
14:30 – 14:50 Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Umhverfis- og öryggissvið hjá Línu hönnunVonarpeningur í visthæfri ferðaþjónustu
14:50 – 15:05 Sigrún Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Hollustuvernd Umhverfismerkið Svanurinn
15:05 – 15:20 Kaffi í boði Hótel Keflavíkur
15:20 – 15:35 Elín Berglind Viktorsdóttir, Ferðamáladeild Hólaskóla Umhverfismerkið Green Globe
15:35 – 15:50 Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar Umhverfismerkið Blá fáninn
15:50 – 16:05 Anna G. Sverrisdóttir, rekstrarstjóri ferðaþjónustu hjá Bláa lóninuEiga milljón ferðamenn og umhverfisvæn ferðaþjónusta samleið?
16:05 – 16:20 Bergur Sigurðsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti SuðurnesjaStaða umhverfismála á Suðurnesjum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024