Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðherra boðar til fundar um Helguvík
Mánudagur 30. ágúst 2010 kl. 12:33

Ráðherra boðar til fundar um Helguvík

Iðnaðarráðherra hefur boðað til fundar í dag vegna framkvæmda við álverið í Helguvík, en mikil óvissa hefur verið um framvindu verkefnisins á síðustu misserum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, boðað alla hagsmunaaðila á sinn fund í dag. Um er að ræða upplýsingafund fyrir ráðherra um stöðu mála en á fundinum verða fulltrúar orkufyrirtækja, framkvæmdaaðilar, fulltrúar sveitarfélaga á svæðinu, Orkustofnunar, Samtaka atvinnulífsins og ASÍ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd: Oddgeir Karlsson