Ráðherra á opnum fundi í Reykjanesbæ í kvöld
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra verður á opnum fundi í félagsheimili sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í kvöld, mánudaginn 11. nóvember kl. 20:00.
Sjálfstæðisfélag Keflavíkur stendur fyrir fundinum sem er undir yfirskriftinni „Hvað er búið og hvað er framundan“.
Ragnheiður Elín mun fara yfir málin á fundinum og eru allir velkomnir, segir í tilynningu frá Sjálfstæðisfélagi Keflavíkur.