Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðgjafarstofu starfsmanna á varnarsvæði lokar
Föstudagur 17. nóvember 2006 kl. 16:02

Ráðgjafarstofu starfsmanna á varnarsvæði lokar

Ráðgjafarstofa starfsmanna á varnarsvæði mun hætta starfsemi frá næstu mánaðarmótum. Síðasti starfsdagur stofunnar verður fimmtudagurinn 30. nóv. nk.

Í tilkynningu frá ráðgjafarstofunni segir að undanfarna mánuði hafi gengið vonum framar að finna ný störf fyrir fyrrum starfsmenn á varnarsvæði þannig að þau telja rétt að láta staðar numið að svo komnu.

Helga Jóhanna Oddsdóttir, forstöðumaður, mun þó áfram vera þeim sem ekki hafa enn fengið störf við hæfi innan handar fram á næsta ár. Hægt er að ná sambandi við hana á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 og í síma 421-6700.

Helga Jóhanna og Venný Sigurðardóttir, skrifstofustjóri, vilja koma á framfæri kærum þökkum til fyrrum starfsfólks á varnarsvæði, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, IMG, stéttarfélaga og fyrirtækja sem hafa leitað til þeirra, bæði fyrir samstarfið og þann góða árangur sem náðst hefur.

 

VF-mynd/Jón Björn: Helga og Venný að störfum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024