Ráðast örlög Sundhallarinnar næstkomandi þriðjudag?
Á fundi umhverfis - og skipulagsráðs sem haldin var 13. mars síðastliðinn var samþykkt að senda deiliskipulagstillögu fyrir Framnesveg 9-11 til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Reykjanesbæjar en á þessu svæði er áætluð íbúðabyggð.
Í samtali við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, formann Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur, segir hún samtökin ekki ánægð með afgreiðslu þessa máls og þá sérstaklega í ljósi þess að stjórn samtakanna hafði send erindi á bæjarstjóra, bæjarstjórn, bæjarráð og umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar þar sem farið er formlega fram á að beiðni um niðurrif Sundhallarinnar og beiðni um breytingar á deiliskipulagi vegna Framnesvegar 9-11 verði hafnað.
„Hollvinasamtök hafa ítrekað það að á meðan deiliskipulagstillagan og niðurrifsbeiðnin eru ósamþykktar af hálfu bæjarins er Reykjanesbær ekki skaðabótaskyldur. Ennfremur þurfa bæjaryfirvöld að fara sér hægt í að taka endanlega ákvörðun um hvort rífa eigi húsið. Ef fram fer sem horfir þá munu Hollvinasamtökin áskilja sér rétt til þess að leita allra leiða svo að hægt verði að koma í veg fyrir niðurrifi á Sundhöllinni, þar á meðal gæti komið til skyndifriðunar á Sundhöllinni sem gæti orðið til þess að Reykjanesbær yfir þá skaðabótaskyldur,“ segir Ragnheiður Elín.