Pústþjónusta Bjarkar: Rótgróið fyrirtæki flytur
Pústþjónusta Bjarkars, sem hefur starfað um árabil í Grófinni í Keflavík, hefur nú flutt sig um set í rúmgott húsnæði að Fitjabraut 4 í Njarðvík.
Bjarkar Adolfsson, eigandi fyrirtækisins og starfsmenn hans, hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að koma húsnæðinu í gott horf en formleg opnun fór fram í gær.
„Við bjóðum upp á alhliða pústþjónustu fyirir allar gerðir bifreiða, þ.e. nýsmíði, viðgerðir og útvegum varahluti. Við höfum líka tekið að okkur viðgerðir á bremsum, kúplingum o.fl.“, segir Bjarkar, en hann er einnig með dráttarbílaþjónustu. Opnunartími verkstæðisins er frá kl. 8-18 en hann er með vakt á bílum allan sólarhringinn. Þjónustusíminn er 892-3774.