PUNKTAFJÖLDINN FELLDI HANN
Lögreglan í Keflavík tók ungan mann fyrir að aka á 123 km. hraða á Reykjanesbraut við Fitjar í Njarðvík en þar er 70 km. hámarkshraði. Þetta er sviptingarhraði en 4% vikmörk (sanngirnisafföll lögreglu) náðu að koma honum niður fyrir 50 km. yfir hámarkshraða. Hafi þetta glatt ökumann var sú ánægjustund skammvinn því hann féll á punktafjölda (safnkort lögreglu) og mun því tapa ökuréttindunum tímabundið vegna málsins.