Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Prýðilegt flugeldaveður
Miðvikudagur 30. desember 2009 kl. 10:58

Prýðilegt flugeldaveður


Veðurspá fyrir gamlársdag gerir ráð fyrir ákjósanlegu flugeldaveðri hér á Suðurnesjum með hægum vindi og hita við frostmark.
Samkvæmt spá veðurstofunnar verður hæg norðlæg átt við Faxaflóann í dag og léttskýjað, en norðvestan 3-8 m/s og skýjað í nótt og á morgun og stöku él úti við sjóinn. Frost 3 til 13 stig, minnst á útnesjum, en dregur úr frosti á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Norðvestan 3-5 m/s og léttskýjað, en líklega smá él seint í kvöld og nótt. Frost 3 til 7 stig. Skýjað með köflum á morgun og frost 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag (nýársdagur), laugardag og sunnudag:
Hægviðri og yfirleitt léttskýjað, en stöku él á annesjum A-til. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.

Á mánudag og þriðjudag:
Norðanátt með éljum N- og A-lands, en annars bjart og kalt veður.

Á miðvikudag:
Líklega hægviðri, léttskýjað og talsvert frost.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024