Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

ProModa hársnyrtistofa opnar á Nesvöllum
Fjórar saman á nýrri stofu, ProModa, f.v. Linda, Jóhanna, Svala og Marta.
Laugardagur 25. ágúst 2012 kl. 13:00

ProModa hársnyrtistofa opnar á Nesvöllum

Þrjár hársnyrtistofur hafa sameinast í Reykjanesbæ og opnað í húsnæði Nesvalla undir nafninu ProModa.

Hársnyrtistofan ProModa opnaði í húsnæði Nesvalla í Reykjanesbæ í gær en þá sameinuðust fjórar hárgreiðslukonur frá þremur stofum á nýjum stað. „Þetta er búinn að vera frábær dagur og allt gengið vel,“ sögðu þær þegar fréttamaður VF leit við seinni partinn.

Á Promoda starfa þær Jóhanna Óladóttir og Svala Úlfarsdóttir en þær ráku áður Capello í Hólmgarði, Linda Hrönn Birgisdóttir sem áður rak Nýja Klippótek á Hafnargötu og loks Marta Teitsdóttir sem rak Elegans á Nesvöllum. Húsnæðið þar er nýlegt og staðsetningin er góð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þær stöllur brostu sína breiðasta og ánægðar að takast á við þessa breytingu. Tímapantanir eru í síma 421-4848 en þær sögðust einnig taka á móti viðskiptavinum af götunni ef það væri laus tími hjá þeim.

Nokkrir blómvendir bárust á nýju stofuna í tilefni opnunarinnar. Hér er Linda Hrönn að taka við einum slíkum.