Próflaus velti bíl
Bíll fór út af Vatnsleysustrandarvegi seint í gærkvöld og valt nokkrar veltur. Undir stýri var 16 ára stúlka, vitaskuld án ökuréttinda. Með henni var 19 ára piltur. Þau munu ekki alvarlega slösuð, eftir því sem visir.is greinir frá. Þau voru flutt á slysadeild Landsspítalans og dvöldu á sjúkrahúsi í nótt til öryggis. Bíllinn gjöreyðilagðist.
Stúlkan mun hafa ekið á 120 kílómetra hraða en á veginum er 70 kílómetra leyfilegur hámarkshraði. Hún er einnig grunuð um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, samkvæmt því sem www.visir.is greinir frá.