Próflaus stútur
Á næturvakt lögreglunnar í Keflavík var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur í Grindavík. Auk þess að vera grunaður um ölvunarakstur var ökumaðurinn að aka sviptur ökuleyfi.
Þá var annar ökumaður stöðvaður og að þessu sinni á Grindavíkurvegi. Mældist hann á 128 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Hann má búast við vænni sekt.