Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Próflaus í fíkniefnaakstri
Fimmtudagur 19. júní 2014 kl. 11:37

Próflaus í fíkniefnaakstri

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði nýverið afskipti af, vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna, tjáði lögreglumönnum þá þegar að hann væri próflaus. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu svo að hann hefði neytt kannabisefna.

Annar ökumaður, sem lögregla hafði afskipti af, reyndist hafa neytt metamfetamíns og kannabisefna. Sá þriðji, sem stöðvaður var, hafði neytt amfetamíns og kannabis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024