Prófkjörsúrslit í Vogum kl. 21:30 í kvöld
Úrslit í prófkjöri H-listans í Vogum verða gerð opinber kl. 21:30 í kvöld samkvæmt upplýsingum af kjörstað. Kosning stendur nú yfir í Lionshúsinu í Vogum og hefur verið stöðugur straumur á kjörstað í allan dag.Þóra Bragadóttir núverandi oddviti í Vogum og Jón Gunnarsson, fyrrum oddviti, takast á um 1. sætið í kosningunum.