Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Prófin hafin í Fjölbraut - skólameistari ánægður með haustönn
Föstudagur 3. desember 2010 kl. 12:45

Prófin hafin í Fjölbraut - skólameistari ánægður með haustönn

Jólaprófin hófust í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á miðvikdag og og eru nemendur í
miklum prófalestri næstu daga. Síðasti prófdagur er mánudagurinn 13.desember en útskrift FS verður laugardaginn 18. des.
Útskriftarnemendur hafa staðið í ströngu við fjáröflun vegnar útskriftarferðar til Mexíkó. Ferðahópurinn er í stærra lagi þessa önnina en um 46 krakkar eru á leið í ferðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um 1240 nemendur stunduðu nám við skólann á þessari önn, 1100 í dagskóla, 80 í kvöldskóla og 60 grunnskólakrakkar. „Reksturinn hefur gengið vel þrátt fyrir niðurskurð“ sagði Kristján Ásmundsson, skólameistari FS. „Aukið álag hefur verið á kennurum þar sem mikil fjölgun hefur verið í bekkjardeildum og hafa kennarar staðið sig frábærlega“.

VF-myndir/siggijóns
Mynd: Nemendur einbeittir í prófi sem hófust í morgun.