Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 3. maí 2002 kl. 09:38

Prófin byrjuð í FS

Lokapróf vorannar 2002 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hófust í morgun kl. 8:15. Fyrsta prófið var danska og er því að ljúka þegar þetta er skrifað. Þá verður um 30 mínútna pása en prófin hefjast svo aftur kl. 10:15 en þá verður m.a. prófað í spænsku og bókfærslu svo eitthvað sé nefnt. Prófunum í FS lýkur 17. maí með sjúkraprófum en það er síðasti séns fyrir þá sem misst hafa af prófum vegna veikinda eða vegna færslu til að taka próf. Prófsýni, þar sem krakkar geta skoðað prófin sín og náð í einkunnir, verða þriðjudaginn 21. maí og svo lýkur vorönninni með útskrift þann 25. maí. Alls útskrifast um 70 - 80 manns úr skólanum á þessari önn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024