Fréttir

Prestastígurinn genginn á páskahátíð
Laugardagur 3. apríl 2010 kl. 19:12

Prestastígurinn genginn á páskahátíð

Prestastígurinn, hin forna þjóðleið millum Grindavíkur og Hafna, var genginn í gær en þetta er hluti af gönguhátíð í Grindavíkurlandi um páskana. Ferðin var frábær í stórbrotnu landslagi og göngufólk mjög ánægt. Næsta ferð er á laugardag kl. 11, mæting á Bláalónsleið við suðvesturhornið á Þorbirni. Grindvíkingar sem og aðrir eru hvattir til að mæta og njóta leiðsagnar um náttúru og sögu svæðisins auk þess að njóta hollrar hreyfingar.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Á heimasíðu Ferlis segir um Prestastíginn:
„Augljóst þótti að gamlar vörður við götuna höfðu verið upphlaðnar á leiðinni á síðustu öld, augsýnilega sem vetrarleið, en gamla gatan, sem fetuð hafði verið alla jafnan fyrrum, reyndist augljós sjáandi til hliðar við þær. Vörðubrot á leiðinni bentu og til þess að hún væri í raun allgömul. Af fenginni reynslu hafði fengist vissa fyrir styrttri hjáleið af stígnum undir Sandfellshæð um Hafnaheiði í Hafnir.
Vikið var af stígnum við systrasprungur Eldvarpa og við ömmudyngjuna Sandfellshæð. Flekamótin voru skoðuð í Haugsvörðugjá, rifjuð upp tilefni örnefnanna Haugur og Presthóll, auk þess sem rúmlega hundrað ára saga sanduppgræðslunnar - er síðar fékk nafnið Landgræðsla Íslands, var rifjuð upp.
Þrátt fyrir eyðilegt umhverfið að sjá opnaðist á göngunni kyngimögnuð bók sagna og jarðmótunar Reykjanessins - í allar áttir."

Fleiri myndir frá göngunni á http://www.ferlir.is/?id=11226.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25