Prentun stöðvuð - Arnór tók toppinn af Marka-Jóni
Víkurfréttir þurftu að stöðva prentun á blaðinu undir kvöld í gær til að skipta út forsíðu. Marka-Jón, sem prýddi efri hluta forsíðunnar, þurfti að víkja úr því plássi fyrir fréttum af Arnóri Ingva Traustasyni úr Reykjanesbæ, sem skoraði sigurmark Íslands á móti Austurríki með síðustu snertingu leiksins og gulltryggði þar sæti Íslands í 16-liða úrslitunum á EM.
Prentun á blaðinu var að hefjast strax að leik loknum síðdegis í gær þegar ákveðið var að skipta um forsíðu. Forsíðan sem aldrei fór í prentun og þá nýju má sjá hér að ofan.