Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 15. maí 2002 kl. 09:03

Powell meðvitaður um mikilvægi Varnarstöðvar

Nú fyrir stundu lauk fundi Halldórs Ásgrímssonar og Colins Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en þar var meðal annars rætt um framtíð varnarsamnings milli Bandaríkjanna og Íslendinga. Colin Powell sagði á blaðamannafundi eftir fundinn að hann skildi vel mikilvægi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fyrir Ísland en vildi ekki tjá sig frekar um fundinn sem fór fram bakvið luktar dyr.Halldór Ásgrímsson sagðist vera bjartsýnn á að góðir samningar næðust við Bandaríkjamenn eins og undanfarin fimmtíu ár. Báðir ráðherrarnir voru sammála því að fundurinn hefði verið mjög gagnlegur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024