Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pósturinn er að nútímavæðast
Þóra tekur sig vel út á hjólinu. Mynd/Aldís Ósk.
Þriðjudagur 2. ágúst 2016 kl. 09:15

Pósturinn er að nútímavæðast

Tvö rafmagnshjól tekin í notkun í Reykjanesbæ

Nýlega festi Pósturinn kaup á rafknúnu þríhjóli til að auðvelda vinnuna hjá bréfberunum á milli hverfa í Reykjanesbæ. „Það er fábært að taka þátt í því þegar Pósturinn er að komast inn í nútímann, mér finnst það alveg æðislegt. Sjá hvað þetta er allt að breytast og hvað þau eru að gera til þess að bæta sig,“ segir Þóra Sigríður Brammel 27 ára, sem hefur starfað hjá Póstinum síðan í mars árið 2013.

Þóru finnst þetta allt öðruvísi og auðveldar hjólið ferðir hennar með póstinn til muna. Áður tók það sinn tíma að klára eitt hverfi en núna nær hún að komast yfir miklu stærra svæði á sama tíma. Þóra segist ekki verða eins þreytt eftir daginn og hún var hér áður og finnst æðislegt að fá að taka þátt í svona verkefni hjá póstinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alls eru 15 rafmagnsþríhjól komin í notkun og eru þau í Reykjavík, á Akranesi, Selfossi, Akureyri og í Reykjanesbæ. Hjólin eru umhverfisvæn og eiga þau að þola íslenskt verðurfar. Von er á öðru hjóli til Reykjanesbæjar fljótlega eftir helgi.