Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Póstkassi sprengdur í loft upp
Mánudagur 15. desember 2008 kl. 13:23

Póstkassi sprengdur í loft upp

Póstkassi við Sparisjóðinn í Njarðvík var sprengdur í loft upp um helgina. Af ummerkjum að dæma hefur verið notaður svokallaður kínverji úr flugeldum til að sprengja upp kassann.


Talsvert hefur borið á flugeldasprengingum síðustu daga í Reykjanesbæ, m.a. við skólana, sem bendir til þess að ungmenni séu að komast yfir flugelda núna í desember. Flugelda má ekki selja fyrr en á milli jóla og nýárs og sömuleiðis má ekki skjóta upp flugeldum fyrr en á milli hátíða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024





Mynd: Póstkassinn er illa farinn eftir flugeldasprengingu um helgina. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson