Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. febrúar 2002 kl. 13:41

Pósthúsið í Vogum lokar

Á hreppsnefndarfundi í gær var tekið fyrir mál Íslandspósts, en fyrirtækið hefur ákveðið að loka útibúinu í Vogum á Vatnsleysuströnd þann 1. maí nk. og mun Hraðbúð ESSÓ sjá um póstdreifingu eftir það. Hreppsnefndin bókaði eftirfarandi:„ Hreppsnefnd hefur verulegar áhyggjur af lokun pósthússins, að þjónustan verði skert frá því sem nú er. Ljóst er að við lokunina verður póstgíróþjónusta lögð niður. Þessi lokun kemur á sama tíma og stöðug fjölgun er í sveitarfélaginu." Auk þess krefst hreppsnefndin þess af stjórn Íslandspósts að hún gefi hreppsnefnd skýringar á þeim breytingum sem íbúarnir verði fyrir við lokun pósthússins og geri grein fyrir fyrirhuguðum breytingum hið fyrsta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024