Fréttir

Pósthús og banki verður gistiheimili
Húsið sem áður hýsti pósthúsið og bankann í Sandgerði verður gistiheimili. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 28. apríl 2017 kl. 10:13

Pósthús og banki verður gistiheimili

Húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð Sandgerðisbæjar hefur samþykkt að ráðist verði í breytingar á fyrrum pósthúsi og banka við Suðurgötu 2-4 í Sandgerði. Húsnæðinu verður breytt í gistiheimili.
 
Landsbankinn og Pósturinn voru með starfsemi í húsnæðinu fram til ársins 2014 að bankinn skellti í lás og Pósturinn fór að afgreiða póstsendingar með bíl sem er á ferð um bæinn. Lokun bankaútibúsins féll ekki í kramið hjá Sandgerðinum sem fóru á fund bankastjóra Landsbankans og færðu honum formleg mótmæli.

Saga póstafgreiðslu í Sandgerði er löng og komst m.a. í fréttirnar á seinni hluta síðustu aldar þegar þar voru framin pósthúsrán oftar en einu sinni. Pósthúsræninginn þekktist ekki en var sagður hafa lyktað af Old Spice rakspýra.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024