Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Póstdreifingu hætt vegna veðurs
Fimmtudagur 28. apríl 2011 kl. 13:51

Póstdreifingu hætt vegna veðurs

Póstdreifingu var hætt í morgun á Suðurnesjum vegna veðurs. Þar með berast Víkurfréttir ekki til lesenda fyrr en á morgun.

Mjög mikill vindur gerði dreifingu ómögulega í morgun en bréfberar Póstsins fara um bæinn með allt að 60 kg. þungar póstkerrur og erfitt er að ráða við þær í veðri eins og nú gengur yfir Suðurnes.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem geta ekki beðið til morguns með að lesa blaðið geta nálgast það hér.