Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Póstbíll tekur við póstafgreiðslunni í Garði
Fimmtudagur 17. júlí 2014 kl. 13:54

Póstbíll tekur við póstafgreiðslunni í Garði

Frá og með 5. ágúst lokar póstafgreiðslan í Garði og póstbíll mun taka við póstþjónustunni. Póstbíllinn, sem ekur alla virka daga, er búinn góðum afgreiðslubúnaði og mun veita sambærilega þjónustu og er í pósthúsum ásamt því að dreifa og taka við pósti frá íbúum. Einnig er hægt að sækja um að vera í reikningsviðskiptum sem hentar vel fyrirtækjum, félagasamtökum og öðrum aðilum sem senda póst frá sér reglulega.

Póstbílar er þjónusta sem er í boði á  u.þ.b. 20 stöðum víðsvegar um landið og hefur gefist vel. Póstbíllinn er á staðnum á skilgreindum tíma að sinna dreifingu sendinga og er hægt  að setja sig í samband við póstbílinn meðan hann er á staðnum ef koma þarf frá sér sendingum. Reynt verður eftir fremsta megni að koma öllum sendingum jafnóðum til skila en ef það tekst ekki þá verður gerð önnur tilraun ef óskað er eftir.

Public deli
Public deli

Ef sérstakar óskir eru varðandi afhendingu sendinga þá má koma þeim á framfæri og reynt verður að verða við slíkum beiðnum eins og kostur er

Póstbíllinn kemur frá pósthúsinu í Reykjanesbæ. Starfstími hans er frá kl. 11:00  til kl. 14:30 alla virka daga. Sími póstbílsins er 825 1150, en einnig má hafa samband við pósthúsið í Reykjanesbæ í síma 421 5000.

Ráðist er í fyrirhugaðar breytingar vegna gríðarlegra breytinga sem orðið hafa í umhverfi Póstsins á undanförnum árum. Mikil fækkun hefur orðið í bréfamagni ásamt því að heimsóknum á pósthús hefur fækkað mikið á vissum stöðum. Frá árinu 1998 hefur 28 póstafgreiðslum verið lokað  þar af 5 á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta Póstsins hefur ekki lagst af við þessar breytingar heldur hafa annaðhvort aðrar póstafgreiðslur tekið  við hlutverki þeirra, sem lagðar hafa verið niður, eða að póstbílar hafa yfirtekið þjónustuna. Pósturinn þarf að aðlaga sig að breyttu starfsumhverfi og því mun móttöku- og afhendingarkerfi fyrirtækisins taka breytingum næstu ár með það að leiðarljósi að veita áfram góða þjónustu.