Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pólverjinn farinn úr landi
Sunnudagur 17. febrúar 2008 kl. 15:38

Pólverjinn farinn úr landi

Pólverjinn, sem grunaður er um vera valdur að andláti fjögurra ára drengs á Vesturgötu í byrjun desember, fór úr landi í morgun. Þetta fékkst staðfest hjá lögreglunni á Suðurnesjum í dag.

Maðurinn var laus úr farbanni í síðustu viku og var þar með frjáls ferða sinna. Lögreglunni á Suðurnesjum þótti ekki ástæða til að fara fram á framlengingu farbanns yfir honum þar sem  sú afstaða dómsyfirvalda lá skýrt fyrir að það yrði eigi gert aftur, eftir að það var framlengt í lok janúar.

Rannsókn málsins mun halda áfram, að sögn fulltrúa lögreglunnar á Suðurnesjum.  Beðið er niðurstöðu DNA rannsóknar en fram hefur komið að hún geti tekið 4 - 6 vikur til viðbótar.  Haft var eftir fulltrúa lögreglunnar fyrir helgi að engin leið hefði verið að tryggja farbann í þann tíma. Sönnunarstaða í  slíkum málum sé mjög erfið og flókin. Ekki sé nóg að finna bílinn, einnig þurfi að færa sönnur á hver hafi ekið honum og hvort það hafi verið gert með saknæmum hætti, svo með hrað- eða ölvunarakstri.

 

Fari svo að rannsókn leiði til saksóknar verður að freista þess að fá manninn framseldan frá Póllandi. Yfirvöld þar hafa verið erfið viðureignar hvað það snertir, eins og komið hefur í ljós í öðrum málum.


Mynd / DV: - Myndin er tekin af hinum grunaða þegar hann var leiddur fyrir dómara er farbann yfir honum var framlengt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024