Pólstjörnudómurinn nægði
Karlmaður, búsettur í Sandgerði var í dag dæmdur fyrir ýmis minniháttar afbrot sem hann framdi á síðasta ári.
Héraðsdómur Reykjaness fann hann sekan um þrjú umferðarlagabrot, nytjastuld og brot á fíkniefnalögum þar sem lítilræði af kókaíni fannst á honum á skemmtistað í Reykjavík.
Hann hefur hlotið fjölmarga dóma frá árinu 2002, en var ekki gerð sérstök refsing vegna þessara brota þar sem hann var fyrr í þessum mánuði dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða þar sem til raun var gerð til að smygla miklu magni fíkniefna til landsins í skútu.
Honum var engu að síður gert að greiða málvarnarlaun að upphæð 70 þúsund kr.
Héraðsdómur Reykjaness fann hann sekan um þrjú umferðarlagabrot, nytjastuld og brot á fíkniefnalögum þar sem lítilræði af kókaíni fannst á honum á skemmtistað í Reykjavík.
Hann hefur hlotið fjölmarga dóma frá árinu 2002, en var ekki gerð sérstök refsing vegna þessara brota þar sem hann var fyrr í þessum mánuði dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða þar sem til raun var gerð til að smygla miklu magni fíkniefna til landsins í skútu.
Honum var engu að síður gert að greiða málvarnarlaun að upphæð 70 þúsund kr.