Pólskri skútu bjargað til Keflavíkurhafnar
Varðskipið Týr kom pólskri skútu til bjargar í gær undan Reykjanesi. Skútan var vélarvana með rifin segl. Hún var á leið frá Reykjavík til Vestmannaeyja og ætlaði síðan að koma við í Skotlandi á leið til Póllands.
Skipstjóri skútunnar kallaði eftir hjálp á rás 16 þar sem skútan var vélarvana með rifin segl. Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði þegar eftir aðstoð nærstaddra skipa. Varðskipið Týr var skammt undan og hélt strax á svæðið.
Léttbátur varðskipsins Týs dró skútuna inn í Keflavíkurhöfn en þangað kom skútan undir kvöld í gær.
Um borð voru níu manns og eru þeir allir heilir á húfi.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson