Pólsk menningarhátíð komin til að vera
Pólska menningarhátíðin sem haldin var laugardaginn 10. nóvember síðastliðinn heppnaðist einstaklega vel og var aðsókn framar björtustu vonum. Þetta kemur fram í fundargerð velferðarráðs Reykjanesbæjar.
„Velferðarráð þakkar verkefnastjóra fjölmenningarmála ásamt öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarinnar sérstaklega fyrir skipulag og utanumhald. Við viljum einnig þakka styrktaraðilum fyrir þeirra aðkomu. Menningarhátíðin er augljóslega komin til að vera,“ segir í afgreiðslu ráðsins.