Pólland milli heimsálfa
Þessi sjón blasir við þeim sem ganga brúna á milli heimsálfa á Reykjanesi. Búið er að raða steinum í sandinn mitt í gjánni og mynda þeir orðið „POLSKA”.
Hvaða tilgangi þessi þjóðernisáróður á að þjóna eða til hvers honum er valinn staður þarna er okkur gjörsamlega hulið. Svo mikið er víst að landfræðilega er Pólland ekki á milli heimsálfanna tveggja sem þarna mætast og hægt er að ganga á milli á þar til gerðri brú.
Hinni táknrænu álfubrú var komið fyrir yfir gjá sem myndast hefur við hreyfinar meginlandsflekanna sem mætast hér á landi. Gjáin er á því svæði sem flekaskilin ganga upp á landið en þau halda áfram frá Reykjanesi, norður fyrir land, og eru víða sýnileg. Margir ferðamenn koma við á á Reykjanesi til að ganga yfir brúna og er á upplýsingamiðstöðinni hægt að fá viðurkenningarskjal þess efnis að viðkomandi "hafi gengið á milli heimsálfa"
Það er því leiðinlegt þegar verið er að „skreyta” umhverfi vinsælla ferðamannastaða með þessum hætti eða steinvörðum sem víða hafa verið hlaðnar af vegfarendum.
Hvaða tilgangi þessi þjóðernisáróður á að þjóna eða til hvers honum er valinn staður þarna er okkur gjörsamlega hulið. Svo mikið er víst að landfræðilega er Pólland ekki á milli heimsálfanna tveggja sem þarna mætast og hægt er að ganga á milli á þar til gerðri brú.
Hinni táknrænu álfubrú var komið fyrir yfir gjá sem myndast hefur við hreyfinar meginlandsflekanna sem mætast hér á landi. Gjáin er á því svæði sem flekaskilin ganga upp á landið en þau halda áfram frá Reykjanesi, norður fyrir land, og eru víða sýnileg. Margir ferðamenn koma við á á Reykjanesi til að ganga yfir brúna og er á upplýsingamiðstöðinni hægt að fá viðurkenningarskjal þess efnis að viðkomandi "hafi gengið á milli heimsálfa"
Það er því leiðinlegt þegar verið er að „skreyta” umhverfi vinsælla ferðamannastaða með þessum hætti eða steinvörðum sem víða hafa verið hlaðnar af vegfarendum.