Pólitísk umræða aðeins á vf.is
Nú er ljóst að það stefnir í prófkjör hjá flestum flokkum sem bjóða fram til Alþingis í kjördæminu. Pólitískar greinar eru þegar farnar að berast ritstjórn Víkurfrétta með ósk um birtingu í blaðinu eða á vf.is.
Víkurfréttir hafa þurft að fækka blaðsíðum í vikulegri útgáfu sinni vegna efnahagsástandsins í þjóðfélaginu og kostnaðarhækkana, m.a. við prentun blaðsins. Þess vegna er öllum pólitískum greinum beint á vefinn okkar, vf.is. Greinanna verður þó getið í stuttu yfirliti í blaðinu. Engar reglur gilda um hámarkslengd greina á vef Víkurfrétta en greinarnar ber að senda í viðhengi á póstfangið [email protected].