Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Plastbátur gjöreyðilagður eftir að hafa orðið eldi að bráð
Fimmtudagur 15. ágúst 2002 kl. 16:15

Plastbátur gjöreyðilagður eftir að hafa orðið eldi að bráð

Lítill frambyggður plastbátur gjöreyðilagðist í eldi þar sem hann stóð fyrir utan iðnfyrirtæki í Vogum nú rétt fyrir kl. fjögur. Starfsmenn fyrirtækisins réðust gegn eldinum með slökkvitækjum og höfðu slökkt hann að mestu áður en Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn og skarst í leikinn.Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins en eldsupptök eru óljós á þessari stundu. Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum og er mynda af atburðinum að vænta innan skamms.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024