Piteå vill aukin samskipti við Grindavík
Piteå, vinabær Grindavíkurbæjar í Svíþjóð, hefur sent beiðni um aukin samskipti bæjanna. Fulltrúar Piteå komu í heimsókn til Grindavíkur árið 2006.
Grindavíkurbær á 5 vinabæi í Svíþjóð, Frakklandi, Englandi, Finnlandi og Portúgal.
Bæjarráð Grindavíkur tekur jákvætt í beiðnina og felur bæjarstjóra að hafa samband við aðra vinabæi Grindavíkur og kanna áhuga þeirra á því að viðhalda vinabæjarsamstarfinu.