Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pistlar og myndir frá Akureyri komnir á vefinn
Sunnudagur 11. júní 2006 kl. 17:46

Pistlar og myndir frá Akureyri komnir á vefinn

Árni Óla og hjólastrákarnir hans fjórir eru komnir á Akureyri og hafa verið að safna kröftum þar í allan dag. Á morgun verður hjólað á Blönduós, þaðan í Borgarfjörðinn á þriðjudaginn og síðan heim í Reykjanesbæ á miðvikudag.
Hægt er að lesa pistla hjólakappanna sem safna fé fyrir langveik börn á slóðinni vf.is/hjolað.

Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að leggja málefninu lið með framlagi inn á söfnunarreikninginn við Sparisjóðinn í Keflavík. Númer hans er 1109-05-411115 og kennitalan er 610269-3389.

Mynd: Árni Óla sér um þjónustubifreið Hjólað til góðs. Hann hleypir strákunum aðeins inn í bílinn til að fá sér hressingu, en þeir hafa ekki fengið að sitja í upp brattar brekkur. Þeir skulu hjóla hvern einasta metra ferðarinnar, er haft eftir Árna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024