Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Píratar styðja ljósmæður
Fimmtudagur 5. apríl 2018 kl. 12:28

Píratar styðja ljósmæður

„Stjórn Pírata á Suðurnesjum og frambjóðendur Pírata í Reykjanesbæ lýsa yfir stuðningi við ljósmæður í kjaradeilu þeirra.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum.
„Ljósmæður eru nauðsynlegar í okkar samfélagi og vinna eitt af mikilvægustu störfum landsins sem er að taka á móti nýjum Íslendingum. Það er með öllu óásættanlegt að þeir hjúkrunarfræðingar sem mennta sig sem ljósmæður, með vaxandi ábyrgð og auknum tilkostnaði, lækki í launum, þetta þarf að leiðrétta strax“.

Stjórn Pírata á Suðurnesjum og frambjóðendur Pírata í Reykjanesbæ vill einnig koma því á framfæri við hæstvirtan heilbrigðisráðherra að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi ekki getað veitt þá þjónustu sem til þarf fyrir átján þúsund íbúa  og að undanfarin ár hafi fæðingarþjónustu Ljósmæðravaktar verið lokað vikum saman yfir sumartímann og þar hafi ekki verið starfandi kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir í fullu starfi í langan tíma. Þessi þjónustuskerðing sé óásættanleg fyrir öll Suðurnesin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024