Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Píratar ósáttir með heilsugæsluna
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Þriðjudagur 13. júní 2017 kl. 10:47

Píratar ósáttir með heilsugæsluna

„Hvorki er um heildræna gæðastefnu né kerfisbundið umbótastarf að ræða á heilsugæslu HSS. Ýmis konar verkefni sem unnin eru víðs vegar á heilsugæslunni eru ekki samhæfð og ekki sýnileg öllu starfsfólki heilsugæslunnar,“ segir í fréttatilkynningu Pírata á Suðurnesjum, en stjórn flokksins segist vera uggandi yfir þróun í heilbrigðismálum á svæðinu. Þá benda þau einning á nýútkominn lýðheilsuvísi frá embætti Landlæknis, sem bendir á að dánartíðni vegna krabbameina sé hæst á Suðurnesjum. Ástandið verði minna og minna ásættanlegt eftir því sem fjöldi flugfarþega um svæðið stóraukist sem og íbúafjöldi, á meðan stóriðja hreiðri um sig á svæðinu með fyrirsjáanlegri skerðingu á loftgæðum. Þá segist stjórn Pírata á Suðurnesjum krefjast úrbóta strax.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25