Pierce Brosnan gistir á Hótel Keflavík
Pinewood kvikmyndaverið hefur tekið tvær hæðir á Hótel Keflavík á leigu vegna töku á lokaatriði nýjustu Bondmyndarinnar, Die Another Day. Aðalleikarinn, Pierce Brosnan, gisti á hótelinu í nótt. Kvikmyndaverið hefur hótelhæðirnar einnig bókaðar næstu nótt en að sögn Steinþórs Jónssonar hótelstjóra er ekki hægt að segja til um það hvort Brosnan verður aðra nótt á hótelinu.„Þetta gerðist allt mjög óvænt,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir á Netinu snemma í morgun. „Það var hringt hingað frá Saga film seint á laugardag og hæðirnar bókaðar. Gestirnir eru hins vegar ekki margir en hæðirnar tvær eru hugsaðar fyrir leikarana tvo sem koma að atriðinu sem verður myndað í Bláa lóninu og helsta fylgdarlið“.
- Hittir þú Bond sjálfan?
„Já, ég kastaði á hann kveðju í gærkvöldi en hann nýtti sér æfingaaðstöðu í Lífsstíl. Hann er enn að ná sér af hnémeiðslum frá því fyrr í vetur. Þetta er viðkunnalegur náungi og án efa þekktasti gestur sem komið hefur á hótelið“.
Samkvæmt upplýsingum frá Bláa lóninu er von á Pierce Brosnan og Halle Berry þangað um kl. 14 á morgun og því má búast við brottför Brosnan frá Hótel Keflavík þar skömmu áður. Hvort Halle Berry verður með í för er ekki vitað, en hún er væntanleg til landsins frá London um hádegisbil.
- Hittir þú Bond sjálfan?
„Já, ég kastaði á hann kveðju í gærkvöldi en hann nýtti sér æfingaaðstöðu í Lífsstíl. Hann er enn að ná sér af hnémeiðslum frá því fyrr í vetur. Þetta er viðkunnalegur náungi og án efa þekktasti gestur sem komið hefur á hótelið“.
Samkvæmt upplýsingum frá Bláa lóninu er von á Pierce Brosnan og Halle Berry þangað um kl. 14 á morgun og því má búast við brottför Brosnan frá Hótel Keflavík þar skömmu áður. Hvort Halle Berry verður með í för er ekki vitað, en hún er væntanleg til landsins frá London um hádegisbil.