„Phillipshöllin“ í höndum bæjarráðs
- Knattspyrnudeildir Keflavíkur og Njarðvíkur vilja breyta nafni Reykjaneshallarinnar
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað að vísa aftur til bæjarráðs ósk um að Reykjaneshöllin beri nafnið Phillipshöllin næstu þrjú árin.
Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur í samstarfi við stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur óskað eftir að Reykjaneshöllin beri nafnið Phillipshöllin a.m.k. næstu þrjú árin.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar gerði ekki athugasemdir við beiðni knattspyrnudeildanna.
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag var samþykkt að vísa málinu til bæjarráðs sem mun skoða óskina nánar.
Reykjaneshöllin er fyrsta fjölnota knattspyrnuhús landsins.