Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

„Phillipshöllin“ í höndum bæjarráðs
Fimmtudagur 19. maí 2016 kl. 14:29

„Phillipshöllin“ í höndum bæjarráðs

- Knattspyrnudeildir Keflavíkur og Njarðvíkur vilja breyta nafni Reykjaneshallarinnar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað að vísa aftur til bæjarráðs ósk um að Reykjaneshöllin beri nafnið Phillipshöllin næstu þrjú árin.

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur í samstarfi við stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur hefur óskað eftir að Reykjaneshöllin beri nafnið Phillipshöllin a.m.k. næstu þrjú árin.

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar gerði ekki athugasemdir við beiðni knattspyrnudeildanna.

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag var samþykkt að vísa málinu til bæjarráðs sem mun skoða óskina nánar.

Reykjaneshöllin er fyrsta fjölnota knattspyrnuhús landsins.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25