Pétur Pétursson fallinn frá
Pétur Pétursson osteopati er látinn, 51 árs að aldri. Hann lést í gær eftir harðvítuga baráttu við krabbamein sem hann glímdi við um nokkurt skeið.
Pétur var vel kunnur fyrir störf sín og sérstaklega í körfuboltasamfélaginu þar sem hann starfaði um áraskeið við frábæran orðstír. Körfuboltahreyfingin stóð líka þétt við bakið á Pétri til síðasta dags en fyrir réttum mánuði var haldið fjáröflunarkvöld til stuðnings Pétri og fjölskyldu hans í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík.
Hér má sjá umfjöllun um fjáröflunarkvöldið
Minningarorð um Pétur á Karfan.is