Pétur Brynjarsson verði skólastjóri í Garði
Skólanefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur veitt umsögn sína vegna skólastjórastöðu við Gerðaskóla, en staðan var auglýst nú nýlega. Skólanefnd mælir með því að Pétur Brynjarsson verði ráðin skólastjóri Gerðaskóla. Skólanefnd mælir einnig með því að Pétur taki 5 einingar á ári í skólastjórnun og vinni verkefnin með Gerðaskóla í huga.
Pétur var áður starfandi skólastjóri Grunnskóla Sandgerðis. Pétur mun taka við starfinu af Ernu Sveinbjarnardóttur sem mun hverfa til annarra starfa á vegum Sveitarfélagsins Garðs.