Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Persónukjör í Garði 27. apríl?
Þriðjudagur 15. apríl 2014 kl. 16:09

Persónukjör í Garði 27. apríl?

„Hvernig lýst Garðbúum á að hafa persónukjör þann 27. apríl samkvæmt reglum um persónukjör. Þá eru allir í framboði og hægt að velja nöfn sjö íbúa til að gegna stöðu bæjarfulltrúa og jafn margra til vara,“ skrifar Davíð Ásgeirsson bæjarfulltrúi í Garði á fésbókarsíðu um persónukjör „Persónukjör 27 apríl fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014“.
 
Davíð bætir við: „Verða þeir svo sem lenda í fyrstu fjórtán sætunum hvattir til að taka sitt sæti á persónukjörnum lista. Verði listinn sá eini í boði hætti hann við framboð og viðhaft verður persónukjör samkvæmt landslögum. Hvernig vilja Garðbúar sjá persónukjörið framkvæmt og hverjir vilja gefa kost á sér til að gegna starfi bæjarfulltrúa á næsta kjörtímabili?“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024