Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Peningastefnunefnd Seðlabankans til Suðurnesja
VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 6. október 2014 kl. 09:08

Peningastefnunefnd Seðlabankans til Suðurnesja

– fyrirtæki og stofnanir í Reykjanesbæ og Grindavík heimsóttar.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands fundaði á Suðurnesjum sl. föstudag. Þetta er fyrsti fundur nefndarinnar utan Seðlabankans, en nefndin hóf fyrst störf árið 2009.

Nefndin hélt fund á Northern Light Inn fyrir hádegi sl. föstudag en eftir hádegið var rætt við fulltrúa Reykjanesbæjar og Grindavíkur, farið í skoðunarferðir um bæina, og fyrirtæki og stofnanir heimsóttar.

Tilgangur þess að peningastefnunefnd er að funda með þessu móti er meðal annars að kynna sér sjónarmið heimafólks bæði í atvinnulífi og opinberri starfsemi, en upplýsingar af þessu tagi nýtast peningastefnunefndinni við ákvörðunartöku.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar nefndin heimsótti höfuðstöðvar Reykjanesbæjar. Á myndinni er Seðalabankafólkið ásamt Hirti Zakaríassyni, staðgengli bæjarstjóra Reykjanesbæjar.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024