Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Peningastefnunefnd í Kvikunni
Miðvikudagur 8. október 2014 kl. 08:58

Peningastefnunefnd í Kvikunni

Seðlabankastjórinn kíkti á heimaslóðir í Grindavík.

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur og Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codlands, tóku á móti peningastefnunefnd Seðlabankans í Kvikunni og fræddu hópinn um Grindavík og nágrenni, um helstu atvinnustarfsemi á svæðinu og þau tækifæri sem leynast á Reykjanesinu.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem ættaður er úr Grindavík, var að sögn afar ánægður með heimsóknina og þær viðtökur og upplýsingar sem nefndin fékk á ferðalagi sínu um svæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðastliðinn föstudag fundaði peningastefnunefnd Seðlabankans á Suðurnesjum. Tilgangur fundanna er meðal annars að kynna sér sjónarmið heimafólks bæði í atvinnulífi og opinberri starfsemi, en upplýsingar af þessu tagi nýtast peningastefnunefndinni við ákvörðunartöku.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Kvikunni og birtust á vefsvæði Grindavíkurbæjar.

Erla Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codlands.

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, með kynningu.