Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pcb-mengaður jarðvegur brenndur í Kölku
Laugardagur 14. febrúar 2009 kl. 17:36

Pcb-mengaður jarðvegur brenndur í Kölku


Fyrstu niðurstöðurnar benda til að mengunin á Vallarsvæðinu sé mun minni en við reiknuðum með, segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO. Félagið hefur ráðið Nesprýði í fyrstu verkefnin við hreinsun á jarðvegi að undangengnu útboði á innanlandsmarkaði. Nesprýði bauð 42 milljónir króna í verkið eða aðeins 38,8% af kostnaðaráætlun.

Meðal þess sem Nesprýði gerir eða að skipta um jarðveg á menguðu svæði innan gömlu herstöðvargirðingarinnar. Pcb-mengaður jarðvegur er brenndur í sorpstöðinni Kölku í Helguvík. Honum er mokað í plasttunnur á vettvangi en hreinn jarðvegur settur í staðinn. Þar sem pcb-mengun er lítil verður hins vegar ekki ráðist í hreinsunaraðgerðir, enda þær ekki taldar borga sig og hættan á að menunin smitist í fæðukeðjuna engin.

Þá verða gamlir öskuhaugar Varnarliðsins ekki grafnir upp, hefur Morgunblaðið í dag eftir Magnúsi H. Guðjónssyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Þá á hins vegar að hylja og gera vatnshelda og sýni verða tekin reglulega og fylgst með því að engin hættuleg efni leki út.

Auk jarðvegshreinsunar þá er nú verið að rífa gamlar ónýtar byggingar á svæðinu sem m.a. innihalda asbest. Það er fyrirtækið ABLtak sem annast niðurrifið. Annars vegar er verið að rífa steinhús í nágrenni Háaleitisskóla og hins vegar síðustu timburhúsin í hinu svokallaða Kínahverfi sem er næst gamla aðalhliði Keflavíkurflugvelli.

---

Myndir: Frá því svæði þar sem unnið er að því að fjarlægja pcb-mengaðan jarðveg á Keflavíkurflugvelli. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024