Pattstaða í Helguvíkurhöfn setur hömlur á atvinnulífið
Umferð stöðugt að aukast við höfnina í takt við aukin umsvif
Hafnarstjóri Reykjaneshafnar segir að verði ekkert að gert til uppbyggingar í Helguvíkurhöfn þá muni það hamla atvinnulífi og uppbyggingu á svæðinu. Umferð er stöðugt að aukast við höfnina í takt við aukin umsvif í Helguvík. Hafnarstjóri segir að það fé sem leggja þurfti til vegna hafnarinnar sé ekki mikið sé horft til þeirra tekna sem munu hljótast af starfseminni þar á næstu árum.
Í byrjun árs 2015 óskaði Reykjaneshöfn eftir að hafnarframkvæmdir í Helguvík kæmust inn á samgönguáætlun 2015 til 2018 eftir að ný hafnalög höfðu tekið gildi. Halldór segir að sú stækkun sem fyrirhuguð var á viðleguköntum í Helguvík sé grunn forsenda fyrir því að geta tekið við því sem er að gerast á næstu tveimur árum. Áætlaður kostnaður vegna stækkunarinnar er tæplega 1,2 milljarðar. Halldór telur að að þær fjárhæðir sem þurfi til Helguvíkur séu ekki miklar sé horft til þeirra tekna sem munu hljótast af starfseminni þar á næstu árum. „Ef ég horfi til tíu ára þá tel ég líklegt að tekjustreymið sem yrði við þessa stækkun yrði í kringum þrjá milljarða.“ Halldór segir að það byggist þó á því að allar hugmyndir um uppbyggingu í Helguvík verði að ganga eftir.
Nánar um málið í Víkurfréttum dagsins.